Stríðsglæpir?

Það er auðvitað áhugavert að velta því fyrir sér hvernig hægt er að ákæra einstaklinga sem eru teknir út fyrir ramma laga og kallaðir "ólöglegir bardagamenn" sem stríðsglæpamenn?

Orðræða þessara síðustu og verstu tíma er orðin svo súr og fyrirlitleg á köflum að merking orða er engin orðin. Stríð- Hryðjuverk-frelsi-jafnrétti-Guð-lýðræði-"collateral damage"- fórnarlömb hryðjuverka - óheppileg afleiðing vel heppnaðrar aðgerðar.

Nú erum við búin að opinbera þá staðreynd hér á Vesturlöndum að í okkar huga erum "við" Vestræna fólkið alvöru fólk á meðan "þeir", fólk í mið-austurlöndum eða annars staðar í Asíu eða S-Ameríku (og hvað þá Afríku) eru í okkar huga ekki alvöru fólk, þau myndu væntanlega deyja unnvörpum hvort eð er, þau myndu drepa hvort annað hvort eð er og það sem mestu skiptir: Þau bera sjálf enga virðingu fyrir mannslífi, ekki eins og við gerum!!

5000 manns deyja þegar turnarnir hrynja -  réttlætir 2 stríð þar sem ótaldir tugþúsundir hafa fallið og um ófyrirsjáanlega framtíð munum við minnast þessa dags þegar "heimurinn breyttist", minnast "góða, saklausa" fólksins sem féll þann dag. En heimurinn mun aldrei minnast fátæka, ómenntaða fólksins í Írak og Afganistan sem hefur fallið, því það er annars flokks. Það er bara "collateral damage", óheppileg hliðarverkun ferils sem mun leiða af sér hamingju og lýðræði. 

Og við sem héldum að hörmungar og hryllingur heimssyrjaldanna yðri aldrei endurtekinn né endurupplifaður. Ég hef sannanlega áhyggjur af því að ef heimskreppan verður jafn djúp og menn segja að bál ófriðar fari að loga á ný og þá óttast ég þær lægðir sem mannlegt framferði mun ná.

En ég hef alltaf verið þekktur fyrir að mála skrattann á vegginn. 

 


mbl.is Ekki ákærðir fyrir stríðsglæpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimurinn er stór

Það var löngu kominn tími til að líta út fyrir hinn hefðbundna ramma í þessum málum. Ég hef sagt það áður og segi enn að íslensk stjórnvöld ættu að hafa sambnd við kínverska seðlabankann sem allra fyrst. Kínverjar eiga einn stærsta gjaldeyrisforða í heimi og þar er velvilji í garð Íslands. Auðvitað er það ekki einfalt mál, en eins og maðurinn sagði, við þurfum nýja vini.
mbl.is Þurfum að leita nýrra vina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Where in the world is Usama Bin Laden?

Þvílíkur brandari. Ef talið væri að Bin Laden "leyndist" á þessu svæði, ættu þá ekki að vera mun víðtækari aðgerðir en að senda ómannaða "Predator" vél til að drepa nokkra Talibana?

En auðvitað er kallinn ekki á svæðinu. Hann les blöðin og veit að Bandamenn og nýji Kjölturakkinn í Islamabad ætla að herða aðgerðir á þessu ákveðna svæði og er því vísast búin að hafa sig á brott, ef hann var þá nokkurn tímann þarna. Ef hann er yfirhöfuð á lífi. Ef það er ekki þegar búið að ná honum og það hefur "óvart" gleymst að segja frá því svo hægt væri að halda stríðinu gegn Hryðjuverkum áfram, eða eins og Borat orðaði það svo eftirminnilega: "Your war of Terror".


mbl.is Aðgerðir pakistanska hersins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þunnt og þreytandi

Það er alveg ótrúlegt hvað fréttir frá Asíu á mbl.is eru alltaf þunnar og fljóta þar jafnan nokkrar fullyrðingar á yfirborðinu : "Í Pakistan ríkir að auki mikill efnahagsvandi, svo sem hægari hagvöxtur, mikil verðbólga og mjög lítill gjaldeyrisforði." En hvað þýðir þessi efnahagsvandi? Hverjar eru kröfur Bandaríkjamanna nákvæmlega? Hver var hagvöxturinn fyrir ári síðan?

Asif

Bendi á þessa grein:

http://atimes.com/atimes/South_Asia/JI09Df01.html


mbl.is Nýr forseti Pakistans tekinn við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kann fólk ekki að skammast sín?

Ég trúði þessu bara ekki þegar ég sá þessa frétt. Hreint ekki.

Það er satt sem Gísli litli segir, bæði þingmenn og sveitastjórnarmenn hafa átt það til að taka sig upp og flytja til útlanda þrátt fyrir að vera kosin til þess að gegna ábyrgðarstöðum í þjóðfélaginu. Þessir einstaklingar þurfa bara að vera meða "lágmarksmætingu" á ákveðna fundi, þá eru þeir að gegna skyldu sinni. Slíkur hugsunarháttur er útaf fyrir sig torskilinn og sýnir einna best hvað íslenskir stjórnmálamenn eru óforskammaðir, en það er kannski ekki alfarið þeim einum að kenna, við hinir íslensku sauðir leyfum þeim alltaf að komast upp með þetta.

En akkúrat núna, á þessum tímapunkti þegar enn ein þvælustjórnin tekur við völdum í borginni, þá tekur Gísli sig upp og ætlar að læra borgarfræði (sem er vel, en ekki þegar maður á að vera með í því að stýra borginni) í Edinborg. Svo er hann kosinn annar varaforsteti borgarstjórnar svo að launin skerðist nú ekki of mikið. Já, mér er flökurt. Kjósum fjarverandi mann í þessa ábyrgðarstöðu.

Mér er slétt sama hvað flokki menn tilheyra, svona gerir maður bara ekki. Gísli litli, þú ættir að skammast þín og hafa þann manndóm til að bera að segja af þér. Þá geturðu lært þín borgarfræði í friði. 


mbl.is Gísli Marteinn fær launahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnt skal yfir alla ganga

Það er nú gott að verið sé að reyna dæma vont fólk í fangelsi. Það væri skemmtilegra ef það væru ekki bara leiðtogar banana-lýðvelda og alræðisríkja sem sóttir væru til saka. Væri t.d. gaman að reyna að sækja mál gegn USA vegna Víetnam, Panama, Guatamala og þess sem nú er að gerast í Afganistan og Írak, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Voðaverkin sem þar hafa verið unnin eru síst minna andstyggileg en það sem gerst hefur í Súdan.

Held samt að það muni ekki gerast miðað við hvernig heimspólitíkn fúnkerar þessa áratugina.


mbl.is Forseti Súdans sakaður um stríðsglæpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

spurning um umboð

Mig minnir að ég hafi bloggað um nákvæmlega sama mál áður. Elsku kallinn hann Abbas, þótt hann vilji vel og sé sannfærður um glidi athafna sinna, þá er aðalatriðið það að hann hefur ekki umboð palestínsku þjóðarinnar til að semja um frið. Þegar maður les "Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu" þá ætti maður í raun að vera að lesa "Mahmoud Abbas, sá leiðtogi sem Vesturveldin og Ísrael myndu vilja að væri leiðtogi Palestínu."

Þetta þarf að skoða í ljósi þess þegar Palestínumenn héldu frjálsar og óháðar kosningar fyrir nokkrum árum, kusu Hamas með meirihluta og Bandaríkjamenn sérstaklega og fleiri þjóðir einnig neituðu að viðurkenna lýðræðislega kosna stjórn landsins, því þeir skilgreindu Hamas sem hryðjuverkahóp. Til að bæta gráu ofan á svart var svo skrúfað fyrir launagreiðslur til opinberra starfsmannna í kjölfarið og allt gert til  þess að tryggja að Hamas gæti aldrei starfað eðlilega sem ríkisstjórn.

Þið getið rétt ímyndað ykkur hvort Palestínumenn trúi stöku orði sem kemur frá Bandarikjamönnum (sem kusu stríðsglæpamann yfir sig til að halda stríðinu áfram) og svo aðildraríkum Evrópu.

Enn og aftur snýst þetta allt um tvískinnung, tvöfalt siðgæði og þá undarlegu pólitík Vesturveldanna sem hefur verið við lýði allt of lengi: "gerðu eins og ég segi, ekki eins og ég geri." 


mbl.is Skrefi nær friðarsamkomulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Rushdie!

Ég tel að allir þeir sem lesið hafa "Midnight´s Children" geti verið sammála um að höfundurinn eigi þennan heiður fyllilega skilið. Það eru fáir sem hafa getað fetað stiginn milli sögulegs skáldskaps og fantasíu jafnvel og Rushdie í gegnum tíðina og er "Midnight´s Children" þar auðvitað í sérflokki.

Fyrir alla þá sem aðeins þekkja Rushdie vegna hinnar alræmdu skáldsögu Söngvar Satans og öllu því írafári sem útgáfu hennar fylgdi, þá mæli ég eindregið með þessari bók sem bregður stórkostlegu ljósi á sögu Indlands og Pakistans í gegnum súrrealískan filter.

Einnig mæli ég afdráttarlaust með bókinni "The Ground Beneath her Feet". 


mbl.is Rushdie sá besti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjarnorku tvískinnungsleikurinn

Það er sannanlega gleðiefni að N-Kórea hafi tekið þetta skref og það er sannarlega til eftirbreytni.

Nú væri gaman að sjá tilraun til þess að fá Ísrael til að gefa upplýsingar um sína kjarnorkuáætlun og þar með tölur um hversu margar kjarnorkusprengjur þeir hafa undir höndum.

 En það er ekki líklegt, bæði vegna þess að það er engin þjóð líkleg til þess að taka upp þennan málstað og svo myndu Ísraelar aldrei láta undan slíkum þrýstingi, allavega ekki á meðan þeir hafa Bandaríkjamenn í vasanum.

Svo er sorglegt að sjá ESB samþykkja refsiaðgerðir gegn Íran og fullkomlega hunsa kjarnorkuáætlun Ísraela á sama tíma, það er þessi tvískinngungur sem letur t.d. Írana að vinna með"Vesturveldunum" því það gengur alls ekki jafnt yfir alla í þessum málum.


mbl.is Bandaríkjastjórn fagnar tilkynningu N-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það rétt?

Ég held að þessi frétt sé ekki alveg rétt, því fyrir 2-3 árum fóru leiðtogar Kuomintang flokksing, sem þá voru í stjórnarandstöðu í heimsókn til Kína og greiddu m.a. fyrir því ferli sem nú er komið af stað.

Sú ferð var mun merkilegri fyrir þær sakir ap Kuomingtang flokkurinn er einmitt sami flokkur og barðist við kommúnistana á sínum tíma um yfirráð yfir meginlandi Kína, tapaði og flúði með "fullar kistur fjár" yfir til Taiwan og höfðu ekki stigið (opinberlega) fæti á meginland Kína síðan. 


mbl.is Bætt tengsl milli Kína og Taívan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband