Elsku kallinn...

Æ já, einhver svalasti leikstjórnandi deildarinnar, rómaður herramaður og harðgerður baráttujaxl sem greinilega hefur aldrei fundið sína fjöl eftir að hann yfirgaf fjalirnar í Detroit.

Vissi þó ekki að hann væri orðinn svona þunglyndur kallinn, en þó er það skiljanlegt víst að hann talar svona illa um Larry Bird, því þá hlýtur toppstykkið að hafa gefið sig (eins og stuðningsmenn NY Knicks voru  búnir að halda fram lengi síðasta vetur).

En á þessum nótum, þá spái ég að Boston taki þetta aftur í ár (eða næsta ár réttara sagt) og að þeir endurtaki leikinn, þ.e.a.s. að rassskella vælandi kellingarnar í LA Lakers. 


mbl.is Isiah Thomas á sjúkrahús eftir sjálfsmorðstilraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stríðsglæpir?

Það er auðvitað áhugavert að velta því fyrir sér hvernig hægt er að ákæra einstaklinga sem eru teknir út fyrir ramma laga og kallaðir "ólöglegir bardagamenn" sem stríðsglæpamenn?

Orðræða þessara síðustu og verstu tíma er orðin svo súr og fyrirlitleg á köflum að merking orða er engin orðin. Stríð- Hryðjuverk-frelsi-jafnrétti-Guð-lýðræði-"collateral damage"- fórnarlömb hryðjuverka - óheppileg afleiðing vel heppnaðrar aðgerðar.

Nú erum við búin að opinbera þá staðreynd hér á Vesturlöndum að í okkar huga erum "við" Vestræna fólkið alvöru fólk á meðan "þeir", fólk í mið-austurlöndum eða annars staðar í Asíu eða S-Ameríku (og hvað þá Afríku) eru í okkar huga ekki alvöru fólk, þau myndu væntanlega deyja unnvörpum hvort eð er, þau myndu drepa hvort annað hvort eð er og það sem mestu skiptir: Þau bera sjálf enga virðingu fyrir mannslífi, ekki eins og við gerum!!

5000 manns deyja þegar turnarnir hrynja -  réttlætir 2 stríð þar sem ótaldir tugþúsundir hafa fallið og um ófyrirsjáanlega framtíð munum við minnast þessa dags þegar "heimurinn breyttist", minnast "góða, saklausa" fólksins sem féll þann dag. En heimurinn mun aldrei minnast fátæka, ómenntaða fólksins í Írak og Afganistan sem hefur fallið, því það er annars flokks. Það er bara "collateral damage", óheppileg hliðarverkun ferils sem mun leiða af sér hamingju og lýðræði. 

Og við sem héldum að hörmungar og hryllingur heimssyrjaldanna yðri aldrei endurtekinn né endurupplifaður. Ég hef sannanlega áhyggjur af því að ef heimskreppan verður jafn djúp og menn segja að bál ófriðar fari að loga á ný og þá óttast ég þær lægðir sem mannlegt framferði mun ná.

En ég hef alltaf verið þekktur fyrir að mála skrattann á vegginn. 

 


mbl.is Ekki ákærðir fyrir stríðsglæpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimurinn er stór

Það var löngu kominn tími til að líta út fyrir hinn hefðbundna ramma í þessum málum. Ég hef sagt það áður og segi enn að íslensk stjórnvöld ættu að hafa sambnd við kínverska seðlabankann sem allra fyrst. Kínverjar eiga einn stærsta gjaldeyrisforða í heimi og þar er velvilji í garð Íslands. Auðvitað er það ekki einfalt mál, en eins og maðurinn sagði, við þurfum nýja vini.
mbl.is Þurfum að leita nýrra vina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband