14.7.2008 | 11:42
Jafnt skal yfir alla ganga
Það er nú gott að verið sé að reyna dæma vont fólk í fangelsi. Það væri skemmtilegra ef það væru ekki bara leiðtogar banana-lýðvelda og alræðisríkja sem sóttir væru til saka. Væri t.d. gaman að reyna að sækja mál gegn USA vegna Víetnam, Panama, Guatamala og þess sem nú er að gerast í Afganistan og Írak, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Voðaverkin sem þar hafa verið unnin eru síst minna andstyggileg en það sem gerst hefur í Súdan.
Held samt að það muni ekki gerast miðað við hvernig heimspólitíkn fúnkerar þessa áratugina.
![]() |
Forseti Súdans sakaður um stríðsglæpi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.7.2008 | 12:43
spurning um umboð
Mig minnir að ég hafi bloggað um nákvæmlega sama mál áður. Elsku kallinn hann Abbas, þótt hann vilji vel og sé sannfærður um glidi athafna sinna, þá er aðalatriðið það að hann hefur ekki umboð palestínsku þjóðarinnar til að semja um frið. Þegar maður les "Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu" þá ætti maður í raun að vera að lesa "Mahmoud Abbas, sá leiðtogi sem Vesturveldin og Ísrael myndu vilja að væri leiðtogi Palestínu."
Þetta þarf að skoða í ljósi þess þegar Palestínumenn héldu frjálsar og óháðar kosningar fyrir nokkrum árum, kusu Hamas með meirihluta og Bandaríkjamenn sérstaklega og fleiri þjóðir einnig neituðu að viðurkenna lýðræðislega kosna stjórn landsins, því þeir skilgreindu Hamas sem hryðjuverkahóp. Til að bæta gráu ofan á svart var svo skrúfað fyrir launagreiðslur til opinberra starfsmannna í kjölfarið og allt gert til þess að tryggja að Hamas gæti aldrei starfað eðlilega sem ríkisstjórn.
Þið getið rétt ímyndað ykkur hvort Palestínumenn trúi stöku orði sem kemur frá Bandarikjamönnum (sem kusu stríðsglæpamann yfir sig til að halda stríðinu áfram) og svo aðildraríkum Evrópu.
Enn og aftur snýst þetta allt um tvískinnung, tvöfalt siðgæði og þá undarlegu pólitík Vesturveldanna sem hefur verið við lýði allt of lengi: "gerðu eins og ég segi, ekki eins og ég geri."
![]() |
Skrefi nær friðarsamkomulagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2008 | 13:51
Til hamingju Rushdie!
Ég tel að allir þeir sem lesið hafa "Midnight´s Children" geti verið sammála um að höfundurinn eigi þennan heiður fyllilega skilið. Það eru fáir sem hafa getað fetað stiginn milli sögulegs skáldskaps og fantasíu jafnvel og Rushdie í gegnum tíðina og er "Midnight´s Children" þar auðvitað í sérflokki.
Fyrir alla þá sem aðeins þekkja Rushdie vegna hinnar alræmdu skáldsögu Söngvar Satans og öllu því írafári sem útgáfu hennar fylgdi, þá mæli ég eindregið með þessari bók sem bregður stórkostlegu ljósi á sögu Indlands og Pakistans í gegnum súrrealískan filter.
Einnig mæli ég afdráttarlaust með bókinni "The Ground Beneath her Feet".
![]() |
Rushdie sá besti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)