Fagnað sem þjóðhetju

Skv. flestum heimildum sem ég hef heyrt, þá voru nokkur hundruð manns á flugvellinum til að taka á móti Magrahi. Það er erfitt að sjá að það útleggist á þá leið að honum hafi verið fagnað sem þjóðhetju.

Annað sem lítið hefur verið minnst á í þessari umræðu er að Magrahi hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og var dómurinn yfir honum afar umdeildur í Líbýu, en þó aðeins þar. 

Persónulega tek ég hattinn ofan fyrir dómsmálaráðherra Skota fyrir að veita Magrahi líknarlausn úr fangelsi, með því undirstrikar hann gildi og viðmið þjóðar sinnar sem og virðinug þeirra fyrir mannréttindum. Þetta er besta leiðin til þess að senda skýr skilaboð til umheimsins, mun máttugra en sprengjur í nafni lýðræðis eða pyntingar í nafni frelsis.


mbl.is Vilja að Líbýumenn greiði bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

mannslíf og þeirra gildi

Scheungraber lét myrða 14 einstaklinga og hefur nú verið dæmdur. Bretar eyddu Dresden í frægri sprengjuárás og brenndu lifandi fleiri tugi þúsunda.

Hiroshima og Nagasaki - í lok árs 1945, rúmlega 220.000 manns.

Voru það ekki morð? Hvenær er fólk myrt í styrjöldum, hvenær fellur fólk í aðgerðum og verður óheppileg tölfræði? Hvers vegna vegur eitt dauðsfall þyngra en annað og hver hefur rétt til að ákvarða slíkt?


mbl.is Dæmdur til lífstíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband