líf og dauði, dauði og líf, hugræpa hins hugulsama herramanns

Meinfýsnir morðingjar með grímur hræsninnar spássera í vígastígvélum og veifa þjóðfánum. Vitibornir menn flýja í skjól siðmenningar og fordæma öldur ofbeldis í algjöru ölæði, brauð er daglegur dauði.

Vinir kætast, óvinir tárast, móðir skýlir barni, barn skýtur móður og múgæsingur magnast. Ég má en ekki þú, því ég er en þú ert ekki. Einfalt en óskiljanlegt. Rétt eins og offituvandamál vs. hungurmorð, réttur hinnar fáu vs. réttur hinna mörgu. Ef ekkert þú skilur þá tak í hönd mína og gakk, sjá: Hann er blindur orðinn. Þvílík eilífðar hamingja heimskan er, vitneskja er böl þeirra sem leita, bölvun þeirra sem skilja, dauði þeirra sem vita.

Okkur langar bara að elska en vitum ekki alveg hvað er þess vert að elska og hvernig. Ég elska þig en með skilyrðum þó. Ég skal bjarga þér ef þú bjargar mér og mínum fyrir hornið fornfræga þarna niðurfrá í gamla bænum þar sem spreyið skreytir veggi, glugga og gamlar húsmæður. Reykjavík, Reykjavík, þú yndislega borg, sem hefur alið á brjósti tralala og tútilú.

Dagdraumar hinna mörgu magnast dag frá degi þar til yfir flæðir í veruleikann og þá er fjandinn laus. 


Loksins loksins

Kínverska ríkisstjórnin þarf alltaf að stjórna öllu niður í smæstu smáatriði þegar svona atburðir gerast, en það er gott að þeir leyfi nú loks völdum fjölmiðlum að heimsækja svæðið, þó maður viti auðvitað að það verði afar takmarkaður sannleikur sem þar mun bera fyrir augu.

Mig langaði hins vegar að setja hér inn smá fréttaklausu úr nettímariti ferðabransans ETN um aðdraganda þessa máls:

'Chinese beaten mercilessly' - tourists. So, what really happened in Tibet?

Mar 19, 2008

Rampaging Tibetan youths stoned and beat Chinese people in the Tibetan capital and set ablaze stores but now calm has returned after a military clampdown, say tourists emerging from the Himalayan region.

"It was an explosion of anger against the Chinese and Muslims by the Tibetans,'' 19-year-old Canadian John Kenwood said, describing an orgy of violence that swept the ancient city of Lhasa.

Mr Kenwood and other tourists, who arrived by plane in Nepal's capital Kathmandu yesterday, witnessed the unrest, which reached a climax on Friday when they said Han Chinese as well as Muslims were targeted.

They described scenes in which mobs relentlessly beat and kicked ethnic Han Chinese, whose influx into the region has been blamed by Tibetans for altering its unique culture and way of life.

Mr Kenwood said he saw four or five Tibetan men on Friday "mercilessly'' stoning and kicking a Chinese motorcyclist.

"Eventually they got him on the ground, they were hitting him on the head with stones until he lost consciousness.

"I believe that young man was killed,'' Mr Kenwood said, but added he could not be sure.

He said he saw no Tibetan deaths.

Tibet's government-in-exile said yesterday that the "confirmed'' Tibetan death toll from more than a week of unrest was 99.

China has said "13 innocent civilians'' died and that it used no lethal force to subdue the rioting.

The Tibetans "were throwing stones at anything that drove by", Mr Kenwood said.

"The young people were involved and the old people were supporting by screaming - howling like wolves. Everyone who looked Chinese was attacked,'' said 25-year-old Swiss tourist Claude Balsiger.

"They attacked an old Chinese man on a bicycle. They hit his head really hard with stones (but) some old Tibetan people went into the crowd to make them stop,'' he said.

Mr Kenwood recounted another brave rescue when a Chinese man was pleading for mercy from rock-wielding Tibetans.

"They were kicking him in the ribs and he was bleeding from the face,'' he said. "But then a white man walked up... helped him up from the ground. There was a crowd of Tibetans holding stones, he held the Chinese man close, waved his hand at the crowd and they let him lead the man to safety.''

Reacting to the tourists' accounts, Thubten Samphel, a spokesman for the Tibetan government-in-exile in the northern Indian hill town of Dharamshala, called the violence "very tragic".

The Tibetans "have been told to keep their struggle non-violent,'' he said.

The unrest began after Tibetans marked on March 10 the 49th anniversary of their failed uprising against Chinese rule in 1959. Then, Tibet's Buddhist spiritual leader the Dalai Lama trekked through the Himalayas and crossed into India, making Dharamshala a base after the revolt.

By last Saturday, Chinese security forces had locked down the Tibetan capital.

The Chinese military ordered tourists to stay in their hotels from where they said they could hear gunfire and tear gas shells exploding.

On Monday the tourists were allowed some movement but had to show their passports at frequent checkpoints.

"Shops were all burnt out - all the merchandise was on the street in a bonfire. Many buildings were gutted,'' said Serge Lachapelle, a tourist from Montreal in Canada.

"The Muslim district was entirely destroyed - every store was destroyed,'' said Mr Kenwood.

"I was able to go and eat in a restaurant (outside the hotel) this morning (yesterday). The Tibetans were not smiling any more,'' he said.


mbl.is Fjölmiðlum hleypt inn í Tíbet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvaða tilgangi þjónar það?

Greyið Abbas. Hann er grátleg fígúra í þessu grátlega ástandi. Hann hefur í raun engin völd, ekkert umboð til samninga og er leiksoppur Ísraela. Ísraelar hafa engan raunverulegan áhuga á friðarsamningum, ekki frekar en Hamas. En vegna alþjóðlegs þrýstings og sérstaklega þrýstings frá BNA sem er að reyna að "bjarga andliti" í Mið-Austurlöndum halda Ísraelar uppi þeim látaleik að þeir vilji setjast við samningaborð og tala um frið. En við hvern? Abbas. Og hvað á karlgreyið að gera? Hann getur ekkert gert. Og ofbeldið heldur áfram og saklausir deyja umvörpum beggja megin skotgrafanna.
mbl.is Ísraelar halda áfram viðræðum við Abbas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn um Edward Said

Sæl öll.

Í kjölfar þess að hafa sett lista yfir "mikilmenni" á síðuna, þá langaði mig að setja inn þessa tilvitnun úr bók Edward Said´s "Orientalism":

"These contemporary Orientalist attitudes flood the press and the popular mind. Arabs, for example, are thought of as camel riding, terroristic, hook-nosed, venal lechers whose undeserved wealth is an affront to real civilization. Always there lurks the assumption that although the Western consumer belongs to a numerical minority, he is entitled either to own or to expend (or both) the majority of the world resources. Why? Because he, unlike the Oriental, is a true human being. No better instance exists today of what Anwar Abdel Malele calls "the hegemonism of possesing minorities" and anthropocantrism allied with Europocentrism: a white middle-class Westerner believes it his human prerogative not only to manage the nonwhite world but also to own it, just because by definition "it" is not quite as human as "we" are. There is no purer example than this of dehumanized thought."

Þetta er það sem maður kallar "food for thought". 


Hjartastopp

Úfff hvað ég fékk svakalega fyrir hjartað í andartak. Fyrst þegar ég sá myndina á mbl.is hélt ég að þetta væri inngangurinn í Forboðnu borgina í Beijing. Það kann að hljóma undarlega, en þar sem ég bjó í Kína í mörg ár, þá slær hluti af mínu hjarta í takt við Miðríkið og ef þetta hefði verið Forboðna borgin þá hefði það verið eins og að brenna allt Árbæjarsafnið og Þjóðminjasafnið á einu bretti.

Engu að síður finn ég mikið til með Kóreubúum vegna þessa missis, þetta er með því sorglegasta sem gerist er slíkur menningararfur glatast. 


mbl.is Brenndi þjóðargersemina til kaldra kola
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamas eða Fatah?

Ég man í sumar þegar ég sá Ingibjörgu spássera um Jerúsalem í fréttatímanum að kynna sér aðstæður bæði Ísraela og Palestínumanna af eigin raun. Það þótti mér afar lofsvert af utanríkisráðherranum og mér sýndist sem svo að nýr tími raunsæis í utanríkispólitík væri að renna upp.

Ég hef fylgst lengi með þróun mála í Ísrael og Palestínu og vonað að sá dagur kæmi að Ísrael, Palestína og Bandaríkin myndu einn daginn setjast niður og ræða málin með það fyrir augum að komast að fýsilegri, raunhæfri og viðunandi lausn fyrir alla þá sem búa á þessu landsvæði. Það er vitað mál að Ísrael sest ekki að samningaborði nema Bandarísk stjórnvöld segi þeim að gera það og þá er það venjulega til þess gert að auka hróður Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum frekar en að koma af stað raunverulegu friðarferli. Á meðan Ísrael er ekki tilbúið að ræða málin af einlægni er ekki nein von um frið.

Hitt er annað mál að Ísrael hefur engan til að tala við um frið. Þeir neita að tala við Hamas sem eru réttkjörnir fulltrúar þjóðar sinnar og tala bara við Abbas í staðinn sem hefur engin völd, nýtur ekki stuðnings Palestínsku þjóðarinnar og hefur ekki umboð til þess að semja um eitt né neitt.

Þar af leiðandi var "friðarfundurinn" í Annapolis nýlega algjör farsi. Meira púðri var eytt í að ræða kjarnorkumálin í Íran en að leggja drög að friðarferli. Það var ennfermur undirstrikað nokkrum dögum eftir ráðstefnuna þegar Ísraelar lýstu því yfir að komi yrði á fót nýjum landnemabyggðum á herteknu svæðunum og hófu árásir á ný á Palestínsku landstjórnarsvæðin með það fyrir augum að veikja ennfrekar stöðu Hamas.

Ef ég man rétt var Svíþjóð eina landið sem hafði samband við Hamas eftir að þeir unnu sigur í kosningunum, óskuðu þeim til hamingju og sögðust reiðubúnir að vinna með þeim í framtíðinni. Flest allar önnur "lýðræðisríki" hunsuðu hins vegar þessar kosningar og hafa aldrei viðurkennt Hamas sem réttkjörna fulltrúa Palestínumanna. Sannarlega má deila um ágæti Hamas sem samtaka, en það mætti svo sem líka gera með Demókrata og hægri sinnaða öfgamenn í Evrópu. Það er sorglegt þegar "flaggberar" lýðræðis hunsa lýðræði sem samræmist þeirra óskum.

Og þá kemur að aðalpunktinum í þessu öllu saman: Hverja erum við að fara stykja? Hver er fulltrúi palestínsku þjóðarinnar í dag samkvæmt okkar bókum? Ætlum við líka bara að tala við Abbas af því að hann er eini maðurinn sem Ísraelar tala við? Þá er ég ansi hræddur um að ekkert breytist, sem er einmitt það sem Ísraelar vilja. 


mbl.is Framlag Íslands 4 milljónir dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alls ekki einsdæmi

Eins kaldrifjað og það hljómar þá kom þessi frétt mér alls ekki á óvart því ég hef í gegnum tíðina heyrt svipaðar sögur frá japönskum félögum mínum.

Fólk vinnur sleitulaust í Japan og fær iðulega ekki greitt fyrir sína yfirvinnu, kannski klapp á bakið ef vel liggur á þeirra yfirmönnum. Oft sat maður í lestum í Japan seint á virkum kvöldum og horfði upp á dauðþreytta og oft dauðadrukkna "salary-man" á leiðinni heim í faðm sofandi fjölskyldu eftir að hafa setið að sumbli með yfirmönnum sínum eftir vinnu. Það er einfaldlega ekki hægt að segja "nei, ég ætla að drífa mig heim". Ef yfirmaðurinn vill fá sér í glas og syngja karókí, þá fylgir þú með.

Það er sennilega ekki til neitt sorglegra en að deyja úr vinnu, sér í lagi þegar meirihluti lífs þíns hefur verið vinna. Það er bara ekkert líf.

Þess má til gamans geta að flestir þessara Japana sem ég þekkti á sínum tíma bjuggu ekki í Japan, nákvæmlega vegna ofangreinds ástands, en meira að segja erlendis lentu þeir í því að vinna hjá japönskum fyrirtækjum og lenda í því að vinna frá níu á morgana til 11 á kvöldin alla virka daga. Það er greinilega engin undankomuleið. 


mbl.is Vann yfir sig og dó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband