Færsluflokkur: Bloggar
25.8.2009 | 12:42
Fagnað sem þjóðhetju
Skv. flestum heimildum sem ég hef heyrt, þá voru nokkur hundruð manns á flugvellinum til að taka á móti Magrahi. Það er erfitt að sjá að það útleggist á þá leið að honum hafi verið fagnað sem þjóðhetju.
Annað sem lítið hefur verið minnst á í þessari umræðu er að Magrahi hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og var dómurinn yfir honum afar umdeildur í Líbýu, en þó aðeins þar.
Persónulega tek ég hattinn ofan fyrir dómsmálaráðherra Skota fyrir að veita Magrahi líknarlausn úr fangelsi, með því undirstrikar hann gildi og viðmið þjóðar sinnar sem og virðinug þeirra fyrir mannréttindum. Þetta er besta leiðin til þess að senda skýr skilaboð til umheimsins, mun máttugra en sprengjur í nafni lýðræðis eða pyntingar í nafni frelsis.
Vilja að Líbýumenn greiði bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2009 | 09:47
mannslíf og þeirra gildi
Scheungraber lét myrða 14 einstaklinga og hefur nú verið dæmdur. Bretar eyddu Dresden í frægri sprengjuárás og brenndu lifandi fleiri tugi þúsunda.
Hiroshima og Nagasaki - í lok árs 1945, rúmlega 220.000 manns.
Voru það ekki morð? Hvenær er fólk myrt í styrjöldum, hvenær fellur fólk í aðgerðum og verður óheppileg tölfræði? Hvers vegna vegur eitt dauðsfall þyngra en annað og hver hefur rétt til að ákvarða slíkt?
Dæmdur til lífstíðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.6.2009 | 11:01
Svindl hér og svindl þar
ég man þegar Bush sigraði í forstekosningunum árið 2000, þá var líka rætt um kosningasvindl. Ef umheimurinn hefði bruðgist við af fullri alvöru og farið að skipta sér af málum, hefði kannski sannleikurinn (hver sem hann var, en gefum okkur að Bush og co. hafi svindlað, t.d. í Flórída)komið í ljós og Bush yngri ekki náð völdum.
Þá væru ef til vill tugþúsungdir og mögulegu hundrað þúsundir Afgana og Íraka á lífi í dag að velta þessum kosningaúrslitum í Íran fyrir sér.
Svona kosningar geta breytt svo miklu
Verhagen grunar svindl í Íran | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2009 | 07:50
Vantar meira kaffi
Eins og fréttin um sigur Cavaliers ætti nú að vera næsta einföld í frásögn, tókst mbl.is auðvitað að klúðra henni með að segja að leikurinn hafi farið fram í Atlanta.
Eins og allir sem fylgjast með NBA vita voru Cleveland með besta árangurinn á tímabilinu og því með heimaleikjarétt gegn öllum liðum sem þeir mæta í úrslitakeppninni.
Þar af leiðandi voru tveir fyrstu leikir þessarar seríu að sjálfsögðu leiknir í borginni Cleveland en ekki spilavíta-borginni Atlanta.
Næstu tveir leikir verða hins vegar leiknir þar og verður spennandi að sjá hvort Atlanta takist nú ekki að vinna eins og einn leik.
Cleveland komið í 2:0 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.3.2009 | 11:53
mannfall
Mannfall í Afganistan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2009 | 09:39
Ekki í mínu nafni
Var meðal mótmælenda til að verða 12 í gærkvöldi.
Skrílslæti voru þó nokkur og ófáir menntskælingar á sopafylleríi, en rúm 90% sem þarna komu saman voru ekki með dólgslæti né létu illum látum. Barið var á trumbur og potta og hrópað: "Vanhæf ríkisstjórn". Það er sannanlega eitthvað sem flestir geta verið sammála um.
Svo krossbrá mér í morgun þegar ég las um slasaða lögreglumenn. Hvaða pakk það var sem ber ábyrgð á þessu þekki ég ekki, en þau hafa gert málstaðnum mikinn bjarnargreiða og vonandi tekst að hafa hendur í hári þessara aumingja sem halda að ofbeldi gegn lögreglunni greiði götuna að lýðræðislegu Nýju Íslandi.
Til þeirra lögreglumanna sem slösuðust og aðstandenda vil ég biðjast afsökunar á framferði þessara einstaklinga og ítreka að langmestur meirihluti okkar ber virðingu fyrir þeirri stillingu sem lögreglan hefur sýnt undir því gífurlega álagi sem hún er nú undir. Ég vona að þessir lögregluþjónar fái skjótan og fullan bata.
Baráttukveðja...
Lögreglumaður enn á sjúkrahúsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2008 | 10:43
Dauðaslys í umferðinni, fuglaflensa og SARS
Mig minnir að þegar ég bjó í Kína á árunum 2001-2006 hafi meðalfjöldi dauðaslysa (skv. opinberum tölum þarlendra stjórnvalda) verið á bilinu 300-350 þúsund, eða ca. eitt Ísland á ári. Kína er hins vegar fjölmennasta ríki heims með rétt tæpar 1400 milljónir íbúa, þannig að eitt Ísland á ári er svo sem ekki neitt neitt.
Til gamans má nefna að nokkur hundruð manns fórust úr "SARS" veikinni svokölluðu og þá var heimurinn á nálum yfir mögulegum faraldri. Viðhorfið í Kína var hins vegar á þá leið að það létust fleiri á hverju ári úr venjulegu kvefi eða í slysum tengdum klósettferðum og þetta væri nú ekkert stórmál.
Ég las eitt sinn skemmtilega smásögu eftir kínverskan höfund sem var eitthvað á þessa leið:
Um fimmleytið var ég á leið heim úr vinnu og þurfti að fara yfir breiðstræti sem var átta akreinar á breidd í hvora áttina. Græna gönguljósið var enn grænt, en var við það að verða rautt og ákvað ég því að staðnæmast. Í því sé ég glæsilega unga konu á pinnahælum þeysast út á götuna á harðaspretti, ákveðin í því að komast yfir. Á miðri leið dettur farsíminn hennar upp úr hliðartöskunni og skellur á jörðinni. Áhorfendur á gangstéttarbrúninni tóku andköf og voru spennt að sjá viðbrögð stúlkunnar: Skildi hún snúa við og ná í hann. Það gerði hún, beygði sig niður og greip símann. En í því sem hún reisti sig upp skall á henni jeppi á fleygiferð og kastaðist hún tugi metra og féll niður örend. Jeppinn hélt áfram sína leið.
Síðar um kvöldið sit ég með félaga mínum við öldrykkju og segi honum þessa sögu. Hans svar: Já, hún var óheppin að vera ekki hundur. Ég hváði. Hann útskýrði: Ég var einmitt staddur á gangstéttarbrún við svipaða breiðgötu fyrir ekki svo löngu. Þar var ung kona með hund. Í því sem það er að koma grænt ljós á umferðina, stekkur smáhundurinn úr fangi eiganda síns og þýtur af stað út á götuna. Bíll sem kom á mikilli ferð snarhemlaði, rakst utan í annan bíl og olli miklu umferðarslysi, en hundinn sakaði ekki.
Ég hváði enn. Hann hélt áfram. Já, veistu hvað svona smáhundar kosta? Það er ekkert grín að keyra yfir þessi grey, maður þyrfti að borga mörg hundruð þúsund í skaðabætur. Það kostar hins vegar ekkert að keyra yfir manneskju sem þýtur yfir á rauðu ljósi.
Þetta segir margt um hvað mannslífið er oft ódýrt í Kína þar sem offjölgun er gífurlegt vandamál.
21 lést í umferðarslysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2008 | 08:48
11 sigrar í röð????
Í fréttinni segir að Atlanta hafi nú sigrað í síðustu 11 leikjum sínum og væri það sannarlega fullkomin byrjun. Það er verst að þeir eru bara búnir að leika 6 leiki á þessu tímabili og hafa jú unnið þá alla, sem í minni bók gerir þá að mesta spútnikliði deildarinnar. Þeir komust í leik 7 í undanúrslitum Austurstrandarinnar í sumar, en Boston kláraði svo dæmið á heimavelli.
Því er mér óskiljanlegt hvernig íþróttafréttamönjum mbl.is fékk út þá niðurstöðu að Atlanta hefði unnið 11 leiki í röð. Þeir ættu kannski að fá sér sterkara kaffi á morgnana og lesa fréttirnar vandlega yfir áður en þeir birta þær á netinu.
Iverson fagnaði loks sigri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.11.2008 | 15:48
með aldri viska
Olmert er ekki sá fyrsti sem sér ljósið á efri árum í ísraelskri pólitík. En það er væntanlega of seint, því nú er Livni hin unga með valdatauminn og hún hefur ekki enn fengið ofbirtu sannleikans í augun.
Og svona mun þetta halda áfram endalaust, reiðin, firringin og hatrið munu endanlega sigra hin upplýstu öfl sem reyna að stilla til friðar og vinna að framtíðarlausn fyrir alla málsaðila.
Svo er hitt annað mál, að ef til væri raunverulegur pólitískur vilji á Vesturlöndum til að leysa þessi mál, þá væri það hægt með tiltölulega skömmum tíma.
En hver er nýji skrifstofustjóri Obama? Tekið frá Wikipedia:
Political views
During his original 2002 campaign, Emanuel "indicated his support of President Bush's position on Iraq, but said he believed the president needed to better articulate his position to the American people".[17] One of the major goals he spoke of during the race was "to help make health care affordable and available for all Americans".[17]
Emanuel has maintained a 100 percent pro-choice voting record and is generally liberal on social issues[citation needed]. He has aligned himself with the centrist wing of the Democratic Party, the Democratic Leadership Council.[citation needed]
According to The Nation, Emanuel is "seen as a strong Israel partisan.[35] In June 2007, Emanuel condemned an outbreak of Palestinian violence in the Gaza Strip and criticized Arab countries for not applying the same kind of pressure on the Palestinians as they have on Israel. At a 2003 pro-Israel rally in Chicago, Emanuel told the marchers Israel was ready for peace but would not get there until Palestinians "turn away from the path of terror".
Þess má geta að í fyrra Persaflóastríðinu 2001 gekk Rahm í ísraelska herinn sem tímabundinn sjálfboðaliði.
Hvað ætli þetta þýði fyrir hlutverk Obama sem sáttasemjara í Heilaga landinu?
Livni hafnar landamærunum frá 1967 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2008 | 14:41
Elsku kallinn...
Æ já, einhver svalasti leikstjórnandi deildarinnar, rómaður herramaður og harðgerður baráttujaxl sem greinilega hefur aldrei fundið sína fjöl eftir að hann yfirgaf fjalirnar í Detroit.
Vissi þó ekki að hann væri orðinn svona þunglyndur kallinn, en þó er það skiljanlegt víst að hann talar svona illa um Larry Bird, því þá hlýtur toppstykkið að hafa gefið sig (eins og stuðningsmenn NY Knicks voru búnir að halda fram lengi síðasta vetur).
En á þessum nótum, þá spái ég að Boston taki þetta aftur í ár (eða næsta ár réttara sagt) og að þeir endurtaki leikinn, þ.e.a.s. að rassskella vælandi kellingarnar í LA Lakers.
Isiah Thomas á sjúkrahús eftir sjálfsmorðstilraun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)