3.12.2007 | 15:55
Alls ekki einsdæmi
Eins kaldrifjað og það hljómar þá kom þessi frétt mér alls ekki á óvart því ég hef í gegnum tíðina heyrt svipaðar sögur frá japönskum félögum mínum.
Fólk vinnur sleitulaust í Japan og fær iðulega ekki greitt fyrir sína yfirvinnu, kannski klapp á bakið ef vel liggur á þeirra yfirmönnum. Oft sat maður í lestum í Japan seint á virkum kvöldum og horfði upp á dauðþreytta og oft dauðadrukkna "salary-man" á leiðinni heim í faðm sofandi fjölskyldu eftir að hafa setið að sumbli með yfirmönnum sínum eftir vinnu. Það er einfaldlega ekki hægt að segja "nei, ég ætla að drífa mig heim". Ef yfirmaðurinn vill fá sér í glas og syngja karókí, þá fylgir þú með.
Það er sennilega ekki til neitt sorglegra en að deyja úr vinnu, sér í lagi þegar meirihluti lífs þíns hefur verið vinna. Það er bara ekkert líf.
Þess má til gamans geta að flestir þessara Japana sem ég þekkti á sínum tíma bjuggu ekki í Japan, nákvæmlega vegna ofangreinds ástands, en meira að segja erlendis lentu þeir í því að vinna hjá japönskum fyrirtækjum og lenda í því að vinna frá níu á morgana til 11 á kvöldin alla virka daga. Það er greinilega engin undankomuleið.
![]() |
Vann yfir sig og dó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)