27.10.2008 | 14:41
Elsku kallinn...
Æ já, einhver svalasti leikstjórnandi deildarinnar, rómaður herramaður og harðgerður baráttujaxl sem greinilega hefur aldrei fundið sína fjöl eftir að hann yfirgaf fjalirnar í Detroit.
Vissi þó ekki að hann væri orðinn svona þunglyndur kallinn, en þó er það skiljanlegt víst að hann talar svona illa um Larry Bird, því þá hlýtur toppstykkið að hafa gefið sig (eins og stuðningsmenn NY Knicks voru búnir að halda fram lengi síðasta vetur).
En á þessum nótum, þá spái ég að Boston taki þetta aftur í ár (eða næsta ár réttara sagt) og að þeir endurtaki leikinn, þ.e.a.s. að rassskella vælandi kellingarnar í LA Lakers.
![]() |
Isiah Thomas á sjúkrahús eftir sjálfsmorðstilraun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)