12.11.2008 | 08:48
11 sigrar í röð????
Í fréttinni segir að Atlanta hafi nú sigrað í síðustu 11 leikjum sínum og væri það sannarlega fullkomin byrjun. Það er verst að þeir eru bara búnir að leika 6 leiki á þessu tímabili og hafa jú unnið þá alla, sem í minni bók gerir þá að mesta spútnikliði deildarinnar. Þeir komust í leik 7 í undanúrslitum Austurstrandarinnar í sumar, en Boston kláraði svo dæmið á heimavelli.
Því er mér óskiljanlegt hvernig íþróttafréttamönjum mbl.is fékk út þá niðurstöðu að Atlanta hefði unnið 11 leiki í röð. Þeir ættu kannski að fá sér sterkara kaffi á morgnana og lesa fréttirnar vandlega yfir áður en þeir birta þær á netinu.
![]() |
Iverson fagnaði loks sigri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)