12.2.2008 | 16:47
Hjartastopp
Úfff hvað ég fékk svakalega fyrir hjartað í andartak. Fyrst þegar ég sá myndina á mbl.is hélt ég að þetta væri inngangurinn í Forboðnu borgina í Beijing. Það kann að hljóma undarlega, en þar sem ég bjó í Kína í mörg ár, þá slær hluti af mínu hjarta í takt við Miðríkið og ef þetta hefði verið Forboðna borgin þá hefði það verið eins og að brenna allt Árbæjarsafnið og Þjóðminjasafnið á einu bretti.
Engu að síður finn ég mikið til með Kóreubúum vegna þessa missis, þetta er með því sorglegasta sem gerist er slíkur menningararfur glatast.
![]() |
Brenndi þjóðargersemina til kaldra kola |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)