Hjartastopp

Úfff hvað ég fékk svakalega fyrir hjartað í andartak. Fyrst þegar ég sá myndina á mbl.is hélt ég að þetta væri inngangurinn í Forboðnu borgina í Beijing. Það kann að hljóma undarlega, en þar sem ég bjó í Kína í mörg ár, þá slær hluti af mínu hjarta í takt við Miðríkið og ef þetta hefði verið Forboðna borgin þá hefði það verið eins og að brenna allt Árbæjarsafnið og Þjóðminjasafnið á einu bretti.

Engu að síður finn ég mikið til með Kóreubúum vegna þessa missis, þetta er með því sorglegasta sem gerist er slíkur menningararfur glatast. 


mbl.is Brenndi þjóðargersemina til kaldra kola
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband