spurning um umboð

Mig minnir að ég hafi bloggað um nákvæmlega sama mál áður. Elsku kallinn hann Abbas, þótt hann vilji vel og sé sannfærður um glidi athafna sinna, þá er aðalatriðið það að hann hefur ekki umboð palestínsku þjóðarinnar til að semja um frið. Þegar maður les "Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu" þá ætti maður í raun að vera að lesa "Mahmoud Abbas, sá leiðtogi sem Vesturveldin og Ísrael myndu vilja að væri leiðtogi Palestínu."

Þetta þarf að skoða í ljósi þess þegar Palestínumenn héldu frjálsar og óháðar kosningar fyrir nokkrum árum, kusu Hamas með meirihluta og Bandaríkjamenn sérstaklega og fleiri þjóðir einnig neituðu að viðurkenna lýðræðislega kosna stjórn landsins, því þeir skilgreindu Hamas sem hryðjuverkahóp. Til að bæta gráu ofan á svart var svo skrúfað fyrir launagreiðslur til opinberra starfsmannna í kjölfarið og allt gert til  þess að tryggja að Hamas gæti aldrei starfað eðlilega sem ríkisstjórn.

Þið getið rétt ímyndað ykkur hvort Palestínumenn trúi stöku orði sem kemur frá Bandarikjamönnum (sem kusu stríðsglæpamann yfir sig til að halda stríðinu áfram) og svo aðildraríkum Evrópu.

Enn og aftur snýst þetta allt um tvískinnung, tvöfalt siðgæði og þá undarlegu pólitík Vesturveldanna sem hefur verið við lýði allt of lengi: "gerðu eins og ég segi, ekki eins og ég geri." 


mbl.is Skrefi nær friðarsamkomulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband