8.5.2009 | 07:50
Vantar meira kaffi
Eins og fréttin um sigur Cavaliers ætti nú að vera næsta einföld í frásögn, tókst mbl.is auðvitað að klúðra henni með að segja að leikurinn hafi farið fram í Atlanta.
Eins og allir sem fylgjast með NBA vita voru Cleveland með besta árangurinn á tímabilinu og því með heimaleikjarétt gegn öllum liðum sem þeir mæta í úrslitakeppninni.
Þar af leiðandi voru tveir fyrstu leikir þessarar seríu að sjálfsögðu leiknir í borginni Cleveland en ekki spilavíta-borginni Atlanta.
Næstu tveir leikir verða hins vegar leiknir þar og verður spennandi að sjá hvort Atlanta takist nú ekki að vinna eins og einn leik.
![]() |
Cleveland komið í 2:0 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)