Hjartastopp

Úfff hvað ég fékk svakalega fyrir hjartað í andartak. Fyrst þegar ég sá myndina á mbl.is hélt ég að þetta væri inngangurinn í Forboðnu borgina í Beijing. Það kann að hljóma undarlega, en þar sem ég bjó í Kína í mörg ár, þá slær hluti af mínu hjarta í takt við Miðríkið og ef þetta hefði verið Forboðna borgin þá hefði það verið eins og að brenna allt Árbæjarsafnið og Þjóðminjasafnið á einu bretti.

Engu að síður finn ég mikið til með Kóreubúum vegna þessa missis, þetta er með því sorglegasta sem gerist er slíkur menningararfur glatast. 


mbl.is Brenndi þjóðargersemina til kaldra kola
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

hæhæ, heyrðu þakka þér fyrir fróðlega umræðu og ég svaraði þér þarna í lokin aftur bara svo þú vitir það og mér ég gat ekki fyrir mitt litla líf munað þetta svala orð "pax" og vildi því koma því áleiðis til þín hér "pax" buds, þú ert skemmtilegur og málefanalegur náungi sem fær þver hausa eins og moiað skoða dæmið aðeins öðruvísi an þess að gefa eftir í einu og öllu þó.

kv.

Linda, 13.2.2008 kl. 15:39

2 Smámynd: Arnar Steinn

Sæl aftur og takk sömuleiðis.

Vonum bara að heimurinn í heild sinni muni fara batnandi og að fólk muni einn daginn brjóta niður múra trúarbragða og læra að elska alla jafnt sem bræður og systur.

One love :) 

Arnar Steinn , 13.2.2008 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband