7.3.2008 | 09:28
Og hvaða tilgangi þjónar það?
Greyið Abbas. Hann er grátleg fígúra í þessu grátlega ástandi. Hann hefur í raun engin völd, ekkert umboð til samninga og er leiksoppur Ísraela. Ísraelar hafa engan raunverulegan áhuga á friðarsamningum, ekki frekar en Hamas. En vegna alþjóðlegs þrýstings og sérstaklega þrýstings frá BNA sem er að reyna að "bjarga andliti" í Mið-Austurlöndum halda Ísraelar uppi þeim látaleik að þeir vilji setjast við samningaborð og tala um frið. En við hvern? Abbas. Og hvað á karlgreyið að gera? Hann getur ekkert gert. Og ofbeldið heldur áfram og saklausir deyja umvörpum beggja megin skotgrafanna.
Ísraelar halda áfram viðræðum við Abbas | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.