Kjarnorku tvískinnungsleikurinn

Það er sannanlega gleðiefni að N-Kórea hafi tekið þetta skref og það er sannarlega til eftirbreytni.

Nú væri gaman að sjá tilraun til þess að fá Ísrael til að gefa upplýsingar um sína kjarnorkuáætlun og þar með tölur um hversu margar kjarnorkusprengjur þeir hafa undir höndum.

 En það er ekki líklegt, bæði vegna þess að það er engin þjóð líkleg til þess að taka upp þennan málstað og svo myndu Ísraelar aldrei láta undan slíkum þrýstingi, allavega ekki á meðan þeir hafa Bandaríkjamenn í vasanum.

Svo er sorglegt að sjá ESB samþykkja refsiaðgerðir gegn Íran og fullkomlega hunsa kjarnorkuáætlun Ísraela á sama tíma, það er þessi tvískinngungur sem letur t.d. Írana að vinna með"Vesturveldunum" því það gengur alls ekki jafnt yfir alla í þessum málum.


mbl.is Bandaríkjastjórn fagnar tilkynningu N-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband