10.7.2008 | 13:51
Til hamingju Rushdie!
Ég tel að allir þeir sem lesið hafa "Midnight´s Children" geti verið sammála um að höfundurinn eigi þennan heiður fyllilega skilið. Það eru fáir sem hafa getað fetað stiginn milli sögulegs skáldskaps og fantasíu jafnvel og Rushdie í gegnum tíðina og er "Midnight´s Children" þar auðvitað í sérflokki.
Fyrir alla þá sem aðeins þekkja Rushdie vegna hinnar alræmdu skáldsögu Söngvar Satans og öllu því írafári sem útgáfu hennar fylgdi, þá mæli ég eindregið með þessari bók sem bregður stórkostlegu ljósi á sögu Indlands og Pakistans í gegnum súrrealískan filter.
Einnig mæli ég afdráttarlaust með bókinni "The Ground Beneath her Feet".
Rushdie sá besti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.