Kann fólk ekki að skammast sín?

Ég trúði þessu bara ekki þegar ég sá þessa frétt. Hreint ekki.

Það er satt sem Gísli litli segir, bæði þingmenn og sveitastjórnarmenn hafa átt það til að taka sig upp og flytja til útlanda þrátt fyrir að vera kosin til þess að gegna ábyrgðarstöðum í þjóðfélaginu. Þessir einstaklingar þurfa bara að vera meða "lágmarksmætingu" á ákveðna fundi, þá eru þeir að gegna skyldu sinni. Slíkur hugsunarháttur er útaf fyrir sig torskilinn og sýnir einna best hvað íslenskir stjórnmálamenn eru óforskammaðir, en það er kannski ekki alfarið þeim einum að kenna, við hinir íslensku sauðir leyfum þeim alltaf að komast upp með þetta.

En akkúrat núna, á þessum tímapunkti þegar enn ein þvælustjórnin tekur við völdum í borginni, þá tekur Gísli sig upp og ætlar að læra borgarfræði (sem er vel, en ekki þegar maður á að vera með í því að stýra borginni) í Edinborg. Svo er hann kosinn annar varaforsteti borgarstjórnar svo að launin skerðist nú ekki of mikið. Já, mér er flökurt. Kjósum fjarverandi mann í þessa ábyrgðarstöðu.

Mér er slétt sama hvað flokki menn tilheyra, svona gerir maður bara ekki. Gísli litli, þú ættir að skammast þín og hafa þann manndóm til að bera að segja af þér. Þá geturðu lært þín borgarfræði í friði. 


mbl.is Gísli Marteinn fær launahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Teh undir með þér, úr því að Gísli vill ekki taka sér frí og láta kalla á varamann sinn eins og gert er ráð fyrir í svona tilfellum þá ætti hann að segja af sér eins og sómakær maður myndi gera, nú ef þetta gengur ekki hlýtur flokkurinn að grípa til sinna ráða og reyna að afstýra þessu slysi, maðurinn er siðlaus með öllu, ekki nægir að brosa á öllum myndum, nú sjáum við hans innri mann. 

Skarfurinn, 21.8.2008 kl. 11:36

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Svona er sjalland í dag og verður eins um ókomna framtíð, því gullfiskarnir krota alltaf við rétta reitinn.

Villi Asgeirsson, 21.8.2008 kl. 12:42

3 Smámynd: Arnar Steinn

En þá er það líka spurningin, eigum við nokkuð betra skilið? Lýðræði á Íslandi er rotið hræ og það er fýla af því.

Arnar Steinn , 21.8.2008 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband