22.10.2008 | 08:32
Stríðsglæpir?
Það er auðvitað áhugavert að velta því fyrir sér hvernig hægt er að ákæra einstaklinga sem eru teknir út fyrir ramma laga og kallaðir "ólöglegir bardagamenn" sem stríðsglæpamenn?
Orðræða þessara síðustu og verstu tíma er orðin svo súr og fyrirlitleg á köflum að merking orða er engin orðin. Stríð- Hryðjuverk-frelsi-jafnrétti-Guð-lýðræði-"collateral damage"- fórnarlömb hryðjuverka - óheppileg afleiðing vel heppnaðrar aðgerðar.
Nú erum við búin að opinbera þá staðreynd hér á Vesturlöndum að í okkar huga erum "við" Vestræna fólkið alvöru fólk á meðan "þeir", fólk í mið-austurlöndum eða annars staðar í Asíu eða S-Ameríku (og hvað þá Afríku) eru í okkar huga ekki alvöru fólk, þau myndu væntanlega deyja unnvörpum hvort eð er, þau myndu drepa hvort annað hvort eð er og það sem mestu skiptir: Þau bera sjálf enga virðingu fyrir mannslífi, ekki eins og við gerum!!
5000 manns deyja þegar turnarnir hrynja - réttlætir 2 stríð þar sem ótaldir tugþúsundir hafa fallið og um ófyrirsjáanlega framtíð munum við minnast þessa dags þegar "heimurinn breyttist", minnast "góða, saklausa" fólksins sem féll þann dag. En heimurinn mun aldrei minnast fátæka, ómenntaða fólksins í Írak og Afganistan sem hefur fallið, því það er annars flokks. Það er bara "collateral damage", óheppileg hliðarverkun ferils sem mun leiða af sér hamingju og lýðræði.
Og við sem héldum að hörmungar og hryllingur heimssyrjaldanna yðri aldrei endurtekinn né endurupplifaður. Ég hef sannanlega áhyggjur af því að ef heimskreppan verður jafn djúp og menn segja að bál ófriðar fari að loga á ný og þá óttast ég þær lægðir sem mannlegt framferði mun ná.
En ég hef alltaf verið þekktur fyrir að mála skrattann á vegginn.
Ekki ákærðir fyrir stríðsglæpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góð færsla hjá þér! Því miður erum við fáir, þeir sem lesa á milli línanna.
Íran er næst, það er öruggt.
Björgvin Gunnarsson, 22.10.2008 kl. 09:44
Ég er nú að vona að Obama nái kjöri og það er ólíklegt að hann mæli með vopnaskaki gegn Íran. En maður veit jú aldrei.
Arnar Steinn , 22.10.2008 kl. 10:20
Blessaður og sæll og gaman að fylgjast með skrifum þínum.
Ég er sammála þér að það er ekki sama hvort um er að ræða Séra Jón eða bara hann Jón þegar fjallað er um mannslíf í heiminum. Valdahlutföllin í heiminum eru að breytast mikið og við Íslendingar eru bara títuprjónshaus í því samhengi...Það kemur líka berlega í ljós að nú þegar vesturlönd eiga í miklum erfiðleikum í efnahagsmálum þá eru allir að reyna að bjarga sjálfum sér og gömul "vinabönd" rofna því miður..
Varðandi dóm yfir ógæfumönnunum í Danmörku tel ég að um sé að ræða að gefa skýr skilaboð út í danskt of evrópskt samfélag..ekki messa við okkur ella þið hafið verra af ef svo má segja. Það hefur stundum verið mín tilfinning að dönum finnist soldið kúl að vera með uppsteyt(samanber Christiania á sínum tíma og Nörrebroærslin í fyrra)...en það á sem sagt ekki við í tilviki þeirra sem dæmdir voru í gær. Það er hræðsla í dönsku samfélagi undirniðri vegna hótana um hryðjuverkaárásir þó svo lífið gangi sinn vanagang. Ég upplifi að danir séu bara fegnir að hægt hafi verið að koma í veg fyrir hryðjuverkaárás þó svo bara hafi verið um grun að ræða..veitir ákveðna öryggiskennd og það er náttúrulega ljóst að það er mikil heift í árásum af þessu tagi samanber í Madrid og London...og allir vilja passa sitt,...hafðu það sem best:) Helga Stína
Helga Kristín (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.