22.1.2009 | 09:39
Ekki í mínu nafni
Var meðal mótmælenda til að verða 12 í gærkvöldi.
Skrílslæti voru þó nokkur og ófáir menntskælingar á sopafylleríi, en rúm 90% sem þarna komu saman voru ekki með dólgslæti né létu illum látum. Barið var á trumbur og potta og hrópað: "Vanhæf ríkisstjórn". Það er sannanlega eitthvað sem flestir geta verið sammála um.
Svo krossbrá mér í morgun þegar ég las um slasaða lögreglumenn. Hvaða pakk það var sem ber ábyrgð á þessu þekki ég ekki, en þau hafa gert málstaðnum mikinn bjarnargreiða og vonandi tekst að hafa hendur í hári þessara aumingja sem halda að ofbeldi gegn lögreglunni greiði götuna að lýðræðislegu Nýju Íslandi.
Til þeirra lögreglumanna sem slösuðust og aðstandenda vil ég biðjast afsökunar á framferði þessara einstaklinga og ítreka að langmestur meirihluti okkar ber virðingu fyrir þeirri stillingu sem lögreglan hefur sýnt undir því gífurlega álagi sem hún er nú undir. Ég vona að þessir lögregluþjónar fái skjótan og fullan bata.
Baráttukveðja...
Lögreglumaður enn á sjúkrahúsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.