Jafnt skal yfir alla ganga

Það er nú gott að verið sé að reyna dæma vont fólk í fangelsi. Það væri skemmtilegra ef það væru ekki bara leiðtogar banana-lýðvelda og alræðisríkja sem sóttir væru til saka. Væri t.d. gaman að reyna að sækja mál gegn USA vegna Víetnam, Panama, Guatamala og þess sem nú er að gerast í Afganistan og Írak, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Voðaverkin sem þar hafa verið unnin eru síst minna andstyggileg en það sem gerst hefur í Súdan.

Held samt að það muni ekki gerast miðað við hvernig heimspólitíkn fúnkerar þessa áratugina.


mbl.is Forseti Súdans sakaður um stríðsglæpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

... og hvað með að sækja til saka leiðtoga eins og Mugabe, núverandi Íransforseta, Castro, Hugo Chavez, svo maður tali nú ekki um góðmennið sem stjórnar N-Koreu, Hr. Kim Il-Jong.  Ekki satt??  Nógu mikið var Pinocet eltur upp.  Hvað með framantalda herramenn?

Sigurður Grímur Steingrímsson (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 12:30

2 Smámynd: Arnar Steinn

Hugo Chaves? Stendur hann fyrir fjöldamorðum? Það fór fram hjá mér. Sömuleiðis Íransforseti, hann stendur ekki í stríði við neinn.

Það má deila um stjórnarfar þessara einstaklinga, en þeir eru ekki sekir um stríðsglæpi eða fjöldamorð svo það sé alveg á hreinu. 

Arnar Steinn , 16.7.2008 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband