Alls ekki einsdæmi

Eins kaldrifjað og það hljómar þá kom þessi frétt mér alls ekki á óvart því ég hef í gegnum tíðina heyrt svipaðar sögur frá japönskum félögum mínum.

Fólk vinnur sleitulaust í Japan og fær iðulega ekki greitt fyrir sína yfirvinnu, kannski klapp á bakið ef vel liggur á þeirra yfirmönnum. Oft sat maður í lestum í Japan seint á virkum kvöldum og horfði upp á dauðþreytta og oft dauðadrukkna "salary-man" á leiðinni heim í faðm sofandi fjölskyldu eftir að hafa setið að sumbli með yfirmönnum sínum eftir vinnu. Það er einfaldlega ekki hægt að segja "nei, ég ætla að drífa mig heim". Ef yfirmaðurinn vill fá sér í glas og syngja karókí, þá fylgir þú með.

Það er sennilega ekki til neitt sorglegra en að deyja úr vinnu, sér í lagi þegar meirihluti lífs þíns hefur verið vinna. Það er bara ekkert líf.

Þess má til gamans geta að flestir þessara Japana sem ég þekkti á sínum tíma bjuggu ekki í Japan, nákvæmlega vegna ofangreinds ástands, en meira að segja erlendis lentu þeir í því að vinna hjá japönskum fyrirtækjum og lenda í því að vinna frá níu á morgana til 11 á kvöldin alla virka daga. Það er greinilega engin undankomuleið. 


mbl.is Vann yfir sig og dó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nú er maður farin að skilja þetta með auglýsinguna, "toyota, tákn um gæði" það er að fólk er að leggja á sig OF mikla vinnu fyrir bíl sem hrynur í verði, segi bara "til hvers?"

Gísli (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 00:19

2 identicon

sælir

 ég hef átt við þetta vandamál að stríða, venjulegur vinnutími hjá mér var frá 8 til svona 8-9 á kvöldin. semsagt 12-13 tímar á dag 6 daga vikunar = c.a 300T á mámuði svo fór ég að eiga við svefleysi að stríða vegna veikinda og var að vakna 3-4 á næturnar og var þá oft mættur í vinnu 4-5 á morgnana en stytti ekki í hinn endan;; það kom fyrir að ég misti út heila viku þar sem ég lá í móki í bælinu;; þetta er ekki þess virði núna hef ég ekki unnið í 3 mánuði og á lángt í að verða vinnufær á ný

þetta er ekki spurning um "tákn um gæði" þetta er spurning um mannauðsstefu fyrirtækja.

Hér er má lýsing á mannauðs hugsun á mínum X forstjóra;;;

hann kom til mín (X forstjóri) og sagði hurrru við þurfum að panta nýjan portugala, það var einn að detta af stillans og slasast;;;; komon þetta eru manneskjur ekki vélar.

Svo einusinni kom ég heim til hans að pikka hann up til viðskiptakvöldverðar og þegar við stöndum í dyragættinni og hans kona ætlar að kyssa hann bless þá ýtir hann henni frá sér og segir" Hva ég kem attur" Humm mannleg samskipti hvað. 

kv

vinnualki í "bata" vonandi

maggi (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 00:52

3 Smámynd: Arnar Steinn

Sæll Maggi.

Agalegt að heyra þetta. Maður má ekki gera sjálfum sér þetta, ekki einu sinni þó maður elski starfið sitt meira en nokkuð annað, því það eru góð sannindi að maður verður að gera allt í hófi, sama hvað það er, annars getur allt farið til fjandans.

Við erum ekki vélmenni, við erum skyni gæddar verur og verðum að hegða okkur í samræmi við það í leik og starfi. 

Arnar Steinn , 5.12.2007 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband