Hamas eða Fatah?

Ég man í sumar þegar ég sá Ingibjörgu spássera um Jerúsalem í fréttatímanum að kynna sér aðstæður bæði Ísraela og Palestínumanna af eigin raun. Það þótti mér afar lofsvert af utanríkisráðherranum og mér sýndist sem svo að nýr tími raunsæis í utanríkispólitík væri að renna upp.

Ég hef fylgst lengi með þróun mála í Ísrael og Palestínu og vonað að sá dagur kæmi að Ísrael, Palestína og Bandaríkin myndu einn daginn setjast niður og ræða málin með það fyrir augum að komast að fýsilegri, raunhæfri og viðunandi lausn fyrir alla þá sem búa á þessu landsvæði. Það er vitað mál að Ísrael sest ekki að samningaborði nema Bandarísk stjórnvöld segi þeim að gera það og þá er það venjulega til þess gert að auka hróður Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum frekar en að koma af stað raunverulegu friðarferli. Á meðan Ísrael er ekki tilbúið að ræða málin af einlægni er ekki nein von um frið.

Hitt er annað mál að Ísrael hefur engan til að tala við um frið. Þeir neita að tala við Hamas sem eru réttkjörnir fulltrúar þjóðar sinnar og tala bara við Abbas í staðinn sem hefur engin völd, nýtur ekki stuðnings Palestínsku þjóðarinnar og hefur ekki umboð til þess að semja um eitt né neitt.

Þar af leiðandi var "friðarfundurinn" í Annapolis nýlega algjör farsi. Meira púðri var eytt í að ræða kjarnorkumálin í Íran en að leggja drög að friðarferli. Það var ennfermur undirstrikað nokkrum dögum eftir ráðstefnuna þegar Ísraelar lýstu því yfir að komi yrði á fót nýjum landnemabyggðum á herteknu svæðunum og hófu árásir á ný á Palestínsku landstjórnarsvæðin með það fyrir augum að veikja ennfrekar stöðu Hamas.

Ef ég man rétt var Svíþjóð eina landið sem hafði samband við Hamas eftir að þeir unnu sigur í kosningunum, óskuðu þeim til hamingju og sögðust reiðubúnir að vinna með þeim í framtíðinni. Flest allar önnur "lýðræðisríki" hunsuðu hins vegar þessar kosningar og hafa aldrei viðurkennt Hamas sem réttkjörna fulltrúa Palestínumanna. Sannarlega má deila um ágæti Hamas sem samtaka, en það mætti svo sem líka gera með Demókrata og hægri sinnaða öfgamenn í Evrópu. Það er sorglegt þegar "flaggberar" lýðræðis hunsa lýðræði sem samræmist þeirra óskum.

Og þá kemur að aðalpunktinum í þessu öllu saman: Hverja erum við að fara stykja? Hver er fulltrúi palestínsku þjóðarinnar í dag samkvæmt okkar bókum? Ætlum við líka bara að tala við Abbas af því að hann er eini maðurinn sem Ísraelar tala við? Þá er ég ansi hræddur um að ekkert breytist, sem er einmitt það sem Ísraelar vilja. 


mbl.is Framlag Íslands 4 milljónir dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband